Ýmsar árlegar viðurkenningar eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings KSÍ og á ársþinginu sjálfu eftir atvikum.
Dómaraverðlaunum KSÍ er skipt upp í tvo flokka: Fyrirmyndarfélag í dómaramálum og Hvatningarverðlaun í dómaramálum.
Fyrirmyndarfélag í dómaramálum árið 2024 er FH.
FH hefur um langt árabil staðið sig mjög vel í að halda utan um sinn dómarahóp og ekki síður þegar kemur að því að búa til nýja dómara. Steinars Stephensen dómarastjóri félagsins hefur haldið utan um þessi verkefni fyrir sitt félag og gert það að mikilli festu. Með því að nýta reynsluna sem myndast af öflugu starfi til langs tíma verður til umgjörð þar sem dómarar endast í starfi. KSÍ hefur notið góðs af þessu og á hverju ári ganga dómarar úr FH til liðs við ört vaxandi hóp KSÍ dómara þar sem verkefnum fjölgar ár frá ári.
Á myndinni eru Steinar Stephensen frá FH og Magnús Már Jónsson dómarastjóri KSÍ.