Benni McCarthy fyrrum aðstoðarþjálfari Manchester United hefur uppljóstrað því hvað gekk á þegar Cristiano Ronaldo fór frá félaginu undir lok árs árið 2022.
Erik ten Hag stjóri United fór í stríð við Ronaldo eftir að framherjinn frá Portúgal fór ekki eftir öllum fyrirmælum.
„Ronaldo var að reyna að aðlaga leik sinn, en þannig vildi Erik ekki að hann myndi spila. Ten Hag taldi að Ronaldo gæti ekki spilað svona í sínu kerfi, þess vegna var Ten Hag farin að spila Anthony Martial,“ sagði McCarthy.
McCarthy taldi hins vegar að þetta hefði getað virkað. „Ég taldi að þetta gæti virkað, hann var frábær þegar hann spilaði. Hann kenndi leikmönnum rétta hugarfarið og hvað þarf að gera til að spila fyrir United.“
Þegar málið fór svo allt í hund og kött fór Ten Hag að grínast með málið.
„Hann fór ekki með í leikinn gegn Fulham vegna HM, sama kvöld eftir sigurmarkið frá Alejandro Garnacho þá fór hann í viðtal hjá Piers Morgan. Við sáum hann aldrei aftur.“
„Þegar við mættum á skrifstofuna sagði enginn neitt, það var enginn í sjokki og Ten Hag fór bara að grínast með þetta.“