Búið er að draga í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal ætti að fljúga áfram en liðið mætir PSV frá Hollandi.
Real Madrid fær erkifjendur sína í Atletico Madrid í áhugaverðu einvígi. Þýsku liðin Bayern og Leverkusen mætast.
Liverpool fær verðugt verkefni en liðið mætir frönsku meisturunum í PSG.
Drátturinn:
Aston Villa vs Club Brugge.
Lille vs Borussia Dortmund.
Real Madrid-Atlético Madrid.
Bayern vs Bayer Leverkusen.
Inter vs Feyenoord.
PSV Eindhoven-Arsenal.
Barcelona vs Benfica.
Liverpool vs PSG