Það eru allar líkur á því að Liverpool reyni að losa sig við Darwin Nunez framherja félagsins í sumar.
Frá þessu segir The Athletic en Nunez hefur fengið minna að spila eftir að Arne Slot tók við.
Nunez var nálægt því að fara til Sádí Arabíu í janúar en af því varð ekki.
Framherjinn frá Úrúgvæ kom til Liverpool sumarið 2022 og hefur sýnt flotta takta en ekki náð því flugi sem vonast var til.
Hann kemur sér iðulega í góð færi en hefur átt í vandræðum með að klára þau og hefur misst Coady Gakpo og fleiri á undan sér í röðinni hjá Slot.