Íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli við Sviss á útivelli í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni í kvöld.
Leikurinn var heilt yfir fremur bragðdaufur, vantaði bit fram á við og þá hafði Cecilía Rán Rúnarsdóttir í marki Íslands afar lítið að gera. Niðurstaðan því markalaust jafntefli.
Liðin byrja því nýja Þjóðadeild á því að setja eitt stig á töfluna. Í riðlinum eru einnig Frakkland og Noregur, sem mætast einmitt síðar í kvöld.