KR-ingar eru í mikla stuði á þessu undirbúningstímabili en liðið virðist vera á réttri braut undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
Liðið vann 6-1 sigur á Leikni í Lengjubikarnum í vikunni, sannfærandi sigur.
Mörkin sem KR skoraði voru mörg hver afar glæsileg, Aron Sigurðarson fyrirliði liðsins og fleiri voru í stuði.
KR vann Reykjavíkurmótið á dögunum og fer vel af stað í Lengjubikarnum.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.