Stuðningsmenn Real Madrid sungu hómófóbísk lög um Pep Guardiola stjóra Manchester City í leik liðanna á miðvikudag í Meistaradeild Evrópu.
Marca á Spáni fjallar um málið og segir að lögin hafi heyrst greinilega úr stúkunni.
Segir að sungið hafi verið til Guardiola og þar vitnað í götu þar sem samkynhneigt fólk í Madríd kemur saman og skemmtir sér.
Notuð voru orð til að gera lítið úr Guardiola og því beint til hans að hann væri samkynhneigður.
Guardiola er einhleypur í dag en hann og eiginkona hans skildu á dögunum eftir áratuga hjónaband.