Ýmsar árlegar viðurkenningar eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings KSÍ og á ársþinginu sjálfu eftir atvikum.
Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2024 hlýtur Hjörvar Hafliðason fyrir Dr. Football hlaðvarpið.
Knattspyrnuáhugafólk kannast við hlaðvarpið Dr. Football, sem verið hefur eitt vinsælasta hlaðvarp landsins um árabil, með tugþúsundir hlustenda í hverri viku. Dr. Football er fátt óviðkomandi þegar kemur að fótbolta, enda eru efnistökin fjölbreytt og umfjöllunin áhugaverð. Frumkvöðullinn á bak við Dr. Football er Hjörvar Hafliðason og undir hans stjórn hefur Dr. Football fest sig rækilega í sessi í hlaðvarpsflóru landsins.
Á myndinni eru Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Hjörvar Hafliðason og Ómar Smárason samskiptastjóri KSÍ.