Chelsea mun fara á fullt í að reyna að fá Rafael Leao frá AC Milan í sumar. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport segir frá.
Leao hefur í þó nokkurn tíma verið orðaður annað en nú er talið að hann gæti farið í sumar eftir erfitt tímabil Milan. Liðið er vel frá toppnum á Ítalíu og þegar dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu.
Arsenal og Barcelona eru á meðal félaga sem áður hafa sýnt kantmanninum áhuga en nú er Chelsea komið í kapphlaupið af alvöru.
Samningur Leao, sem á að baki 37 A-landsleiki fyrir Portúgal, við Milan rennur ekki út fyrr en 2028.