Eftir að hafa fengið verulega launahækkun hjá Manchester City hefur Erling Haaland sést á tveimur nýjum bílum þessa vikuna.
Hann mætti í upphafi vikunnar á glæsilegum Porsce á æfingu og nú er hann mættur á Aston Martin DBX 707.
Um er að ræða sérstaka útgáfu af bílnum sem er örygisbíll í Formúlu 1 kappakstrinum.
Nýr svona kaggi kostar 350 þúsund pund eða 62 milljónir króna.
Haaland mun í heildina þéna um 865 þúsund pund á viku með bónusum. Útborguð laun eru því vel yfir 400 þúsund pund á viku
Framherjinn knái ákvað að kaupa sér Porsche 911 GT3 sem kostaði 36 milljónir króna eða 200 þúsund pund.
Nú hefur hann svo bætt Aston Martin kagganum í bílskúrinn en hann fékk sér hann í áhugaverðum lit.
Norski framherjinn er á sínu þriðja tímabili hjá City og hefur reynst félaginu frábærlega.