Ole Gunnar Solskjær ætlaði sér að byggja lið Manchester United upp með því að fá fimm leikmenn sem komu ekki til félagsins.
Solskjær stýrði United frá 2018 til 2021 en þá var hann rekinn úr starfi.
Hann segir frá því að hann hafi viljað fá Erling Haaland frá Salzburg en þá fór hann til Borussia Dortmund.
Jude Bellingham fór einnig til Dortmund en hann var á lista Solskjær. Hann vlidi svo fá Declan Rice og Moises Caicedo til félagsins.
Einnig var framherjinn Harry Kane á blaði. „Við vildum Haaland áður en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Salzburg, Declan Rice hefði ekki kostað mikið og Arsenal borgaði þegar við vildum hann,“ sagði Solskjær.
„Við ræddum um Moises Caicedo. Bellingham var í viðræðum við okkur en valdi Dortmund sem var kannski skynsamlegt. Ég vildi svo fá Kane og hann vildi koma en félagið var í vandræðum með fjármuni eftir COVID-19.“