Meistaradeildar umfjöllun á CBS í Bandaríkjunum er hálfgerður grín þáttur þar sem mikið fjör er hjá Kate Abdo og hennar sérfræðingum.
Í þáttunum í vetur hefur mikið verið grínast með liðið Brest frá Frakklandi.
Brest tapaði 7-0 gegn PSG í Meistaradeildinni í gær og er því úr leik, eitthvað sem var högg í maga þeirra á CBS.
„Það er sorglegt, ekki meiri brjóst í ár,“ sagði Abdo í þættinum og upp úr því hófst sprellið.
Þetta hefur vakið athygli og má sjá hér að neðan.
One last Brest joke for the road, @MicahRichards 😅 pic.twitter.com/XwlFOxMf7Q
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 19, 2025