Víkingur er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir sárgrætilegt 2-0 tap gegn Panathinaikos í kvöld. Víkingur vann fyrri leikinn 2-1 og er þv úr leik.
Víkingar voru frábærir í Grikklandi í kvöld en umdeildir dómar í fyrri hálfleik urðu dýrkeyptir.
Filip Mladenović jafnaði einvígið á 70 mínútur þegar hann kom þeim grísku yfir í þessum leik, skot hans var óverjandi fyrir Ingvar Jónsson.
Það var svo í uppbótartíma sem Tete skoraði sigurmark Panathinaikos en markið kom á 94 mínútu þegar allt stefndi í framlengingu.
Víkingur er því úr leik í þessu einvígi en frammistaða liðsins hefur verið hreint mögnuð.
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í liði Panathinaikos en liðið er komið áfram í 16 liða úrslit.