Wayne Rooney stýrir knattspyrnuskóla á hóteli í Dubai þessa vikuna en börn ríka og fræga fólksins mætir þar og æfir fótbolta á meðan foreldrar njóta þess að vera í fríi.
Þannig kostar það 8 þúsund pund á barnið að mæta í skólann í viku, Cass sonur Rooney er á meðal þeirra sem taka þátt.
En þarna er einnig Reign Walker, sonur Kyle Walker sem nú spilar með AC Mialn.
Reign er með móður sinni Annie Kilner og þremur bræðrum sínum. Annie og Walker eiga fjögur börn saman en á ýmsu hefur gengið í sambandi þeirra undanfarin ár.
Rooney er atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Plymouth á dögunum en hann nýtur lífsins í sól og sumri þessa dagana og fær borgað fyrir.