Jose Mourinho er yfirleitt léttur og skemmtilegur þegar hann kemur fram í viðtölum en hann ræddi nýlega við sinn gamla lærisvein, John Obi Mikel.
Þeir félagar fóru yfir allt það helsta en eitt af því sem Obi Mikel vildi vita hvort Mourinho væri meira fyrir hunda eða ketti.
Portúgalinn var ekki lengi að svara en lét svo pillur fylgja með í kjölfarið.
„Hundar, en ég hef samt engin vandamál með ketti,“ sagði Mourinho.
Hann minttist svo á Kurt Zouma leikmann franska landsliðsins sem var dæmdur fyrir að níðast á köttum. „Ég er ekki Kurt Zouma,“ sagði Mourinho og hló ansi dátt en hann var stjóri Chelsea þegar Zouma var keyptur þangað.
Frakkinn Kurt Zouma gerði heimsbyggðina reiða með dýraníð á heimili sínu með því að sparka og kýla köttinn sinn.
Dogs or cats?
José Mourinho: "Dogs. But I don't have any problems with cats. I'm not Kurt Zouma."
😭😭😭 pic.twitter.com/YpV41F0vA2
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) February 20, 2025