Miloš Milojević þjálfari Al Wasl í Dubai hefur svo sannarlega unnið hug og hjörtu stuðningsmanna félagsins og það sannaðist í leik hjá félaginu í vikunni.
Stuðningsmenn Al Wasl höfðu þá mætt með stóra mynd af Miloš í stúkuna.
Milos er öllum hnútum kunnugur á Íslandi en er hvað þekktastur fyrir að hafa þjálfað bæði Víking og Breiðablik.
„Ég var gapandi hissa þegar ég sá þetta,“ segir Milos í viðtali um málið.
„Þetta er ekki venjulegt fyrir þjálfara að fá svona, ég er mjög stoltur og ánægður.“
Milos hefur stýrt félaginu frá 2023 og hefur gert góða hluti með félagið sem stuðningsmenn kunna að meta.
🗞️ | @TheNationalNews
ميلوش مدرب الفريق :
• لقد لهثت عندما رأيت هذا
• في العام الماضي وضعوا [عرضا] يقولون: „أنت تقف أمام ارث كبير“. رأيت كيف كتبت، باللغة السيريلية، وكان هذا عن الاستمرارية
• لا يتم ذلك عادة مع المدربين، من ناحية أنا فخور جدا وسعيد جدا pic.twitter.com/5IATSxiCTV— ULTRAS (@UltrasJunoon) February 19, 2025