Fulltrúar KSÍ funduðu með yfirvöldum vegna þeirra umræðu um greiðslur til íþróttamanna, hvort íþróttafólk eigi að vera launþegar eða verktakar.
Skatturinn hefur beint því til íþróttafélaga að borga íþróttafólki eins og launþegum.
Í gegnum árin hefur það hins vegar tíðkast að leikmenn í íþróttum fái greitt sem verktakar. Ljóst er að mikill kostnaður fylgir því fyrir félögin að fara í launþegasamband.
„Formaður greindi frá nýlegum fundi fulltrúa KSÍ og fleiri fulltrúa íþróttahreyfingarinnar með yfirvöldum um skattamál þar sem m.a. var rætt um launþega/verktaka,“ segir í fundargeðr KSÍ
„Í kjölfar þess fundar var ákveðið að stofna starfshóp með fulltrúum frá lykilaðilum innan íþróttahreyfingarinnar og var lagt til að Sveinn Gíslason stjórnarmaður yrði tilnefndur í hópinn fyrir hönd KSÍ. Stjórn samþykkti tillöguna.“