Stöðva þurfti leik Anderlecht og Fenerbache í Evrópudeildinni í kvöld þegar harkaleg slagsmál brutust út í stúkunni.
Youssef En-Nesyri kom Fenerbache yfir snemma leiks en hópur stuðningsmanna Fenerbache var í Anderlecht stúkunni.
Harkaleg slagsmál brutust þar út og treysti dómarinn sér ekki til að láta leikinn halda áfram.
Jose Mourinho og öðrum á vellinum var því vísað inn í klefa á meðan verið var að koma tökum á stöðuna.
Það tókst og er leikurinn farin af stað en pásan varði í um tuttugu mínútur
🚨‼️ There was a fight in the stands during the Anderlecht vs Fenerbahçe match. As a result, the match has been suspended for 15 minutes. (@erdemakbs) pic.twitter.com/BrM8LuycMq
— EuroFoot (@eurofootcom) February 20, 2025