Laun Gylfa Þórs Sigurðssonar lækkuðu þegar hann skrifaði undir hjá Víkingi. Þetta herma heimildir 433.is.
Gylfi skrifaði undir hjá Víkingi á þriðjudag en félagið hafði þá fengið samþykkt 18 milljóna króna tilboð í kappann.
Þessi magnaði knattspyrnumaður hafði leikið í eitt ár með Val en vildi burt og fékk það í gegn að lokum.
Eftir því sem 433.is kemst næst lækkuðu laun Gylfa um tæpa hálfa milljón á mánuði við félagaskiptin.
Gylfi gerði tveggja ára samning við Víking og mun á þeim tíma því þéna tæpar 30 milljónir í Fossvoginum.