Guðni Snær Emilsson, einn færasti þjálfari sem Víkingur hefur alið af sér, hefur látið af störfum hjá félaginu og tekið við starfi hjá meistaraflokki kvenna hjá Gróttu. Þar verður hann aðstoðarþjálfari.
Dom Ankers tók við liðinu í haust. Guðni verður Dom til halds og trausts ásamt Melkorku Katrínu F. Pétursdóttur sem er ennfremur styrktarþjálfari liðsins.
Guðni hefur þrátt fyrir ungan aldur starfað í yngri flokkum Víkings í yfir áratug við frábæran orðstír.
Matthías Guðmundsson hætti sem þjálfari Gróttu í haust þegar hann fór og tók við kvennaliði Vals.