Avram Glazer eigandi Manchester United var á leið til fundar með Donald Trump forseta Bandaríkjanna í gær þegar fréttamenn sátu fyrir honum.
Glazer og fjölskylda eiga rúmlega 70 prósent í félaginu en sagan er slæmt.
„Ég er á leið til fundar með forsetanum, þetta er ekki rétti tímapunkturinn til að ræða þetta,“ sagði Avram.
Spurður að því hvort hann væri til í að selja hlut sinn í félaginu þá neitaði hann því.
"No!"
Avram Glazer insists that he won't sell Manchester United ❌ pic.twitter.com/dBc56HvIW3
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 19, 2025
Fjárhagstaða Manchester United er mjög slæm, ef ekki væri fyrir fjármuni frá Sir Jim Ratcliffe þá ætti félagið aðeins 15 milljónir punda í reiðufé.
Ratcliffe setti 80 milljónir punda inn í rekstur félagsins fyrir áramót en félagið er skuldum vafið.
Þannig eru skuldir Glazer fjölskyldunnar 731 milljón punda en að auki skuldar félagið rúmar 300 milljónir punda vegna leikmannakaupa.
Um er að ræða greiðslur sem félagið þarf að borga á næstu árum.