Samkvæmt fréttamiðlum á Spáni í kvöld hefur Arda Guler áhuga á því að fara frá Real Madrid og Liverpool hefur áhuga.
Þannig segir í fréttum á Spáni að Liverpool sé byrjað að opna samtalið við Real Madrid.
Guler er 19 ára gamall en hann fær ekki mörg tækifæri hjá Real Madrid og hefur spilað minna en vonir stóðu til.
FC Bayern og Manchester United eru einnig sögð skoða Guler en Liverpool hefur tekið samtalið lengst hingað til.
Guler er lykilmaður í landsliði Tyrklands og vill halda áfram að þróa feril sinn eitthvað sem hann fær ekki hjá Real Madrid.