Forráðamenn Chelsea eru öruggir á því að félagið landi Marc Guehi varnarmanni Crystal Palace í sumar.
Guehi ólst upp hjá Chelsea en hefur þróað leik sinn hjá Palace.
Guehi hefur komið sér vel fyrir í enska landsliðinu en Tottenham reyndi að kaupa hann í janúar.
Palace hefur ekki viljað selja hann en í sumar neyðist félagið til þess, Guehi á þá ár eftir af samningi sínum.
Guehi vill ekki skrifa undir nýjan samning en auk Chelsea hafa bæði Tottenham og Newcastle áhuga.