Liverpool og Manchester City eru bæði á eftir Jeremie Frimpong bakverði Bayer Leverkusen sem vill fara í nýtt félag í sumar.
Frimpong er öflugur hægri bakvörður en hann var í unglingastarfi City áður en hann fór til Celtic árið 2019.
Frimpong er með samkomulag við Leverkusen um að hann geti farið fyrir 33 milljónir punda í sumar.
Hollenski bakvörðurinn hefur síðustu mánuði verið orðaður við mörg lið.
Frimpong er 24 ára gamall en Liverpool gæti þurft að fylla skarð Trent Alexander-Arnold og City vill fá inn mann fyrir Kyle Walker.