Dawin Nunez framherji Liverpool klúðraði algjöru dauðafæri gegn Aston Villa í gær þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli.
Arne Slot stjóri Liverpool er ekki ósáttur með það að framherjinn klikki á færum en hann er verulega óhress með hvernig hann var eftir það.
„Ég get alltaf tekið því þegar leikmaður klikkar á færi, það sem er erfiðara að kyngja er hvernig hann hagar sér eftir það,“ sagði Nunez.
„Þetta klikk hans fór í hausinn á honum. Venjulega er Darwin að leggja mikið á sig en hann gerði það ekki.“
„Hann var alltof svekktur af því að hann klikkaði á færi.“
🚨 Arne Slot on Darwin Nunez’s miss: “A miss that I can accept… what is harder to accept, his behaviour after the chance”.
“That miss is got too much in his head where he is the usual Darwin that works his ass off”.
“I think he was too disappointed after missing that chance”. pic.twitter.com/Bcl2vdD7wU
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2025