Andy Carroll, fyrrum framherji Newcastle, Liverpool og enska landsliðsins, hefur opnað sig um óhugnanlegt atvik sem átti sér stað árið 2016.
Tveir vopnaðir menn á mótorhjóli eltu Carroll sem var á heimleið og voru með það markmið að ræna verðmætum skartgripum leikmannsins.
Mennirnir tveir stöðvuðu við hlið Carroll á rauðu ljósi áður en einn þeirra tók upp byssu og hótaði leikmanninum öllu illu.
Carroll er þakklátur fyrir það að hann hafi verið einn á ferð en hann er í dag búsettur í Frakklandi ásamt kærustu sinni.
,,Þegar svona gerist þá byrjarðu að óttast dauðann. Ég var þarna í 25 mínútur og tveir vopnaðir menn eltu mig,“ sagði Carroll.
,,Öll fjölskyldan var hrædd og spurðu sig hvort ég væri skotmark eða hvort þetta væri bara óheppni. Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima með mömmu sinni?“
,,Ég er enn að jafna mig á þessu og í hvert einasta skipti sem ég keyri hliðina á mótorhjóli þá verð ég dauðhræddur ef ég á að vera hreinskilinn.“