Víkingur heimsækir Panathinaikos annað kvöld í seinni leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.
Víkingur vann fyrri leikinn, sem var heimaleikur en fór fram í Helsinki, 2-1. Liðið komst í 2-0 en fékk á sig umdeilt víti í restina.
Víkingur hefur því smá forskot fyrir leikinn á morgun og þarf að reyna að halda í það. Veðbankar telja Panathinaikos þó mun sigurstranglegra.
Á Lengjunni er til að mynda 1,14 í stuðul á að Panathinaikos vinni leikinn, 12,30 á sigur Víkings og 6,45 á jafntefli.
Vinni gríska liðið með einu marki fer leikurinn í framlengingu en stuðullinn á að það vinni með meiri mun en einu marki og klári dæmið í venjulegum leiktíma er enn aðeins 1,45.
Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 20 að íslenskum tíma.