fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
433Sport

Var þetta upphafið að endalokum Gylfa á Hlíðarenda? – „Það er megin ástæðan“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita var Gylfi Þór Sigurðsson í gær keyptur til Víkings frá Val. Skiptin hafa verið á allra vörum og voru meðal annars tekin fyrir í hlaðvarpinu Þungavigtinni.

Gylfi og hans fólk létu Val í síðustu viku vita að hann vildi fara, en þessi besti landsliðsmaður Íslands frá upphafi gekk í raðir Hlíðarendafélagsins í fyrra. Sjálfur átti hann flott tímabil en hans lið langt frá titlinum, sem markmiðið var að vinna.

Breiðablik og Víkingur fengu bæði tilboð samþykkt í Gylfa, sem ákvað að endingu að ganga í raðir síðarnefnda félagsins. Kristján Óli Sigurðsson segir í Þungavigtinni að aðdragandinn að brottför Gylfa nái allt til síðasta sumars, þegar Srdjan Tufegdzic, Túfa, tók við liðinu.

„Upphafið að endinum er í fyrra þegar Arnar Grétarsson var rekinn frá Val. Nýi þjálfarinn og Gylfi eru ekki að róa í sömu átt. Sýn þeirra á fótboltann er bara allt önnur. Það er megin ástæðan,“ segir Kristján.

Bendir hann þá á að markmið Gylfa sé að landa Íslandsmeistaratitlinum. Það sé ekki raunhæft á Hlíðarenda sem stendur.

„Leikir Vals á þessu undirbúningstímabili hafa ekki gefið til kynna að þeir verði í neinni titilbáráttu. Það er ljóst að Gylfi vill vinna titilinn og ákveður að fara í Víking. Þar fær hann líka hæstu launin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær segir frá fimm leikmönnum sem hann vildi fá til United – Enginn þeirra kom

Solskjær segir frá fimm leikmönnum sem hann vildi fá til United – Enginn þeirra kom
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola fór yfir ástandið á Erling Haaland

Guardiola fór yfir ástandið á Erling Haaland
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi mætti í frostið þrátt fyrir kjaftasögurnar – Skoraði glæsilegt mark

Messi mætti í frostið þrátt fyrir kjaftasögurnar – Skoraði glæsilegt mark
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mourinho sendi væna sneið þegar hann var spurður út í dýr

Mourinho sendi væna sneið þegar hann var spurður út í dýr
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United opinberar hvað það kostaði að reka Ten Hag og Ashworth

United opinberar hvað það kostaði að reka Ten Hag og Ashworth
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guðni hættir í Víkinni og fer til Gróttu

Guðni hættir í Víkinni og fer til Gróttu