Ben Jacobs blaðamaður á Englandi segir að Manchester United sé búið að ganga frá samningi við Geovany Quenda 17 ára leikmann Sporting Lisbon.
Sporting vill fá 50 milljónir punad fyrir kappann sem fékk sín fyrstu tækifæri hjá Ruben Amorim.
Amorim vill fá Quenda inn sem hægri vængbakvörð fyrir United.
Quenda er einn efnilegasti leikmaður í heimi um þessar mundir en hann kom til Sporting árið 2019 frá Benfica.
Hann verður 18 ára í apríl og er búist við að United reyni að ganga frá kaupum á honum snemma í vor.