Þorgrímur Þráinsson fyrrum leikmaður Vals og goðsögn hjá félaginu er hugsi yfir því hvernig félagið hefur farið fram í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Þorgrímur lét ummælin falla í stórum hópi stuðningsmanna Vals.
Gylfi Þór gekk í raðir Víkings frá Val í gær, málið hafði verið í fjölmiðlum dagana á undan og eftir að allt gekk í gegn hafa forráðamenn Vals sent pillur á Gylfa og hans nánasta fólk.
„Ég er verulega huxi yfir þessari atburðarás sem hefur blæ reynsluleysis,“ skrifar Þorgrímur um málið og vitnar líklega til þess að flestir í stjórn Vals tóku við störfum síðasta haust.
Hann beinir svo augum sínum að Srdjan Tufegdzic þjálfara liðsins. „Það að þjálfari geti ekki búið til alvöru liðsheild er áhyggjuefni, burtséð hvað menn heita og hvar þeir hafa spilað.“
„Persónulega finnst mér þetta vandræðalegt fyrir mitt ágæta félag. En það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér.“