Juventus vill losa sig við Dusan Vlahovic, framherja liðsins, í sumar. Ítalski miðillinn Calciomercato segir frá.
Vlahovic virðist ekki lengur vera inni í myndinni hjá Thiago Motta, stjóra Juventus, sér í lagi eftir komu Randal Kolo Muani á láni frá Paris Saint-Germain. Frakkinn hefur slegið í gegn í Tórínó.
Þá spilar inn í að Vlahovic þénar ansi vel og er það launapakki sem Juventus er til í að losa sig við. Serbinn hefur verið orðaður við Al-Nassr í Sádi-Arabíu, sem gæti án efa jafnað það sem Juventus borgar honum og gott betur en það.
Það er þó talið að sjálfur vilji Vlahovic vera áfram innan Evrópu.