fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
433Sport

Opnar sig um tíma Ten Hag á Old Trafford – „Þetta var oft flókið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 11:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Varane, fyrrum leikmaður Manchester United og Real Madrid, opnaði sig um tíma Erik ten Hag á Old Trafford í áhugaverðu viðtali við The Athletic.

Varane var lykilmaður í hjarta varnarinnar á Old Trafford á fyrsta tímabili Ten Hag við stjórnvölinn, 2022-2023. Snemma á næsta tímabili var hann hins vegar tekinn úr liðinu og sagði hollenski stjórinn að ástæðurnar væru taktískar.

„Við áttum heitar samræður þar sem við létum skoðanir okkar í ljós. Svo spilaði ég ekki í tvo mánuði. Ég tjáði honum að ég væri ekki sammála nálgun hans í sumum hlutum er sneru að sambandi hans við leikmenn. Aðrir leikmenn voru ekki ánægðir svo ég taldi þetta mikilvægt,“ sagði Varane.

„Hann sagðist svo skilja mig en eftir það fékk ég ekki að spila. Andrúmsloftið var oft mjög rafmagnað. Stundum reyndi hann að hlusta á leikmenn en stundum ekki. Þetta var oft flókið.“

Hinn 31 árs gamli Varane gekk í raðir Como á Ítalíu eftir að samningur hans við United rann út í sumar. Hann meiddist hins vegar í fyrsta leik og lagði í kjölfarið skóna á hilluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær segir frá fimm leikmönnum sem hann vildi fá til United – Enginn þeirra kom

Solskjær segir frá fimm leikmönnum sem hann vildi fá til United – Enginn þeirra kom
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola fór yfir ástandið á Erling Haaland

Guardiola fór yfir ástandið á Erling Haaland
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi mætti í frostið þrátt fyrir kjaftasögurnar – Skoraði glæsilegt mark

Messi mætti í frostið þrátt fyrir kjaftasögurnar – Skoraði glæsilegt mark
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mourinho sendi væna sneið þegar hann var spurður út í dýr

Mourinho sendi væna sneið þegar hann var spurður út í dýr
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United opinberar hvað það kostaði að reka Ten Hag og Ashworth

United opinberar hvað það kostaði að reka Ten Hag og Ashworth
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni hættir í Víkinni og fer til Gróttu

Guðni hættir í Víkinni og fer til Gróttu