Real Madrid er komið í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa leikið sér að Manchester City á Bernabeu í kvöld.
Real vann fyrri leik liðanna 2-3 á Englandi og Kylian Mbappe slökkti í City í upphafi leiks með sínu fyrsta marki í leiknum.
Mbappe bætti við tveimur mörkum til viðbótar og innsiglaði þrennu sína og magnaðan sigur Real Madrid. Nico Gonzalez lagaði stöðuna fyrir City í uppbótartíma, 3-1 sigur heimamanna og 6-3 samanlagt hjá Real.
Borussia Dortmund komst áfram fyrr í kvöld með markalausu jafntefli gegn Sporting Lisbon, liði vann fyrri leikinn sannfærandi.
PSG gjörsamlega slátraði Brest á heimavelli, 7-0 sigur var staðreynd og 10 samanalagt.
Framlenging er í gangi í leik PSV og Juventus en hollenska liðið var 2-1 yfir eftir venjulegan leiktíma og samanlagt var staðan því 3-3.