Liverpool er komið með átta stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Mohamed Salah kom Liverpool yfir í leiknum áður en Your Tielemans jafnaði fyrir heimamenn.
Ollie Watkins kom svo Aston Villa yfir með góðu marki rétt fyrir lok fyrri hálfleik og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Trent Alexander-Arnold jafnaði svo fyrir Liverpool í seinni hálfleik, skot hans utan teigs fór í varnarmann og í netið.
Leikurinn var fjöguru og opinn, bæði lið fengu færi en Diogo Jota framherji Liverpool fór sérstaklega illa af ráði sínu.
Liverpool er með átta stiga forskot á Arsenal á toppi deildarinnar en Arsenal á leik til góða. Liverpool heimsækir Manchester City á sunnudag.