Endrick og Arda Guler, ungstirni Real Madrid, vilja fara frá félaginu í sumar til að fá stærra hlutverk annars staðar.
Spænski miðillinn Sport greinir frá þessu, en báðir leikmenn hafa fengið fá tækifæri í stjörnum prýddu liði Real Madrid á þessari leiktíð.
Í fréttinni kemur enn fremur fram að Endrick, sem kom til Real Madrid síðasta sumar, og Guler, sem kom ári fyrr, finnist þeir ósýnilegir í augum Ancelotti.
Fari þeir frá félaginu er líklegt að það yrði á láni, til að byja með hið minnsta. Báðir vilja þeir vera í stóru hlutverki á næstu leiktíð fyrir HM vestan hafs með landsliðum sínum, Brasilíu og Tyrklandi.