Svo gæti farið að Chelsea neyðist til að selja sinn besta mann, Cole Palmer næsta sumar vegna klásúlu sem er í samningi hans.
Þannig segir enski vefurinn TeamTalk að klásúla sé í samningi Palmer við félagið.
Klásúlan er á þann veg að ef Chelsea kemst ekki í Meistaradeild Evrópu þá geti hann fengið að fara fyrir ákveðna upphæð.
Palmer gerði á síðasta ári nýjan samning við Chelsea þar sem þessi klásúla var sett inn.
Óvíst er hversu há sú klásúla en sagt er að fleiri leikmenn Chelsea séu með þessa sömu klásúlu í samningi sínum.
Ljóst er að það væri mikið áfall fyrir Chelsea að missa Palmer en liðið er sem stendur í sjötta sæti ensku deildarinnar.