Barcelona hefur gríðarlegan áhuga á að fá Luis Diaz til liðs við sig frá Liverpool í sumar samkvæmt spænska miðlinum Sport.
Diaz hefur undanfarið verið orðaður við Börsunga, sem eru í leit að vinstri kantmanni fyrir sumarið. Rafael Leao, Marcus Rashford og Nico Williams hafa einnig verið orðaðir við félagið.
Hinn 28 ára gamli Diaz á tvö ár eftir af samningi sínum á Anfield í sumar og gætu Börsungar reynt að kaupa hann.
Diaz gekk í raðir Liverpool frá Porto árið 2022. Kólumbíumaðurinn er kominn með 13 mörk og 3 stoðsendingar í öllum keppnum á leiktíðinni.