Breiðablik og Víkingur buðu í kringum 20 milljónir í Gylfa Þór Sigurðsson. Var það þá sem Valur samþykkt tilboðin.
Fótbolti.net segir frá og segir að búist sé við að Gylfi taki ákvörðun í dag.
Breiðablik og Víkingur reyna nú að sannnfæra þennan magnaða knattspyrnumann um að ganga í sínar raðir.
Fyrrum samherjar Gylfa úr landsliðinu sjá um málin hjá liðunum, Kári Árnason hjá Víkingi og Alfreð Finnbogason hjá Breiðablik. Það verður því í þeirra höndum að selja Gylfa hvort skrefið sé heillavænlegra fyrir þennan besta landsliðsmann sögunnar.
Gylfi og hans fólk létu Val vita í síðustu viku að hann vildi burt og síðan hafa málin þróast hratt. Gylfi gekk í raðir Vals fyrir tæpu ári síðan en vildi burt og hefur fengið það í gegn.