Samkvæmt enskum miðlum í dag er Pep Guardiola stjóri Manchester City klár í að gera miklar breytingar á leikmannahópi sínum.
Þar segir að Ilkay Gundogan, Kevin De Bruyne og Bernardo Silva geti allir farið frá félaginu. Allir eru komnir yfir þrítugt.
De Bruyne verður samningslaus í sumar og því getur hann farið frítt, hann er mikið orðaður við lið í Sádí Arabíu.
Það sem vekur mesta athygli er að talað er um að Phil Foden sé líklega til sölu í sumar, hann hefur alist upp hjá félaginu og kæmi með mikinn hagnað inn í FFP kerfið.
Þar segir einnig að bæði FC Bayern og Real Madrid hafi áhuga á Foden og hefðu mikin áhuga á því að reyna að kaupa hann í sumar.