Arnór Sigurðsson verður leikmaður Malmö í Svíþjóð og mun skrifa undir þriggja ára samning við félagið.
Sænskir miðlar segja frá þessu en hann rifti samningi sínum við Blackburn. Samningnum var rift eftir að ljóst var að Arnór væri ekki lengur í leikmannahóp félagsins.
Arnór var hjá Blackburn í átján mánuði og byrjaði frábærlega en hefur verið meiddur og veikur síðustu mánuði.
Sænskir miðlar segja að Norrköping þar sem Arnór lék áður hafi reynt að fá hann en einnig tvö önnur félög í Svíþjóð.
Þá segir að FCK, Bröndby og Midtjylland í Danmörku hafi reynt að semja við Arnór en hann valdi Malmö.
Malmö er besta lið Svíþjóðar en félagið pakkaði saman sænsku deildinni á síðustu leiktíð.