Gylfi hafði verið sterklega orðaður frá Val og tjáði hann félaginu í síðustu viku að hann vildi fara. Breiðablik reyndi einnig að fá þennan besta landsliðsmann sögunnar en hann valdi að lokum Víking.
Meira
Víkingur staðfestir kaupin á Gylfa
Sem fyrr segir hafa margir sýnt skiptum Gylfa áhuga, enda leikmaður með stórkostlega ferilskrá, til að mynda úr ensku úrvalsdeildinni.
Nágrannar okkar á Norðurlöndunum hafa til að mynda fjallað um skiptin í dag. Þess má geta að Gylfi lék einnig með Lyngby í Danmörku áður en hann kom til Íslands í fyrra.
Víkingur hafnaði í öðru sæti Bestu deildar karla á síðustu leiktíð, sem og í Mjólkurbikarnum. Liðið er þó komið alla leið í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar, þar sem liðið vann fyrri leikinn gegn Panathinaikos á fimmtudag.
Gylfi má hins vegar ekki taka þátt í Evrópuverkefnum Víkings á leiktíðinni.