Hansi Flick þjálfari Barcelona er með aga og reglur hjá Barcelona sem allir þurfa að fara eftir, það varð öllum ljóst eftir 1-0 sigur á Rayo Vallecano í gær.
Jules Kounde leikmaður Börsunga var settur út úr byrjunarliðinu, hann mætti of seint.
„Við erum með nokkra fundi fyrir leiki þar sem leikmenn verða að mæta,“ sagði Hansi Flick.
„Það er virkilega mikilvægt að allir mæti, það er ekki of miklar kröfur settar á það. Þetta snýst um virðingu fyrir liðsfélögum, félaginu og stuðningsmönnum.“
„Ég ræði bara betur við hann, hann mætti of seint. Sú regla er á hreinu fyrir alla og þess vegna gat hann ekki byrjað.“
Kounde er franskur landsliðsmaður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Flick í Katalóníu.