Jamie Gittens enskur kantmaður Borussia Dortmund er virkilega eftirsóttur og fjallar þýska blaðið Bild um þetta.
Þar segir að Arsenal, Tottenham og Chelsea hafi áhuga á Gittens.
Þessi tvítugi kantmaður var hjá Manchester City áður en hann fór til Dortmund árið 2020.
Bild segir að Gittens sé til sölu í sumar en Dortmund fari fram á 85 milljónir punda fyrir hann í sumar.
Stórliðin í London hafa mikinn áhuga á að krækja í hann en hann er í U21 árs landsliði Englands.