Íslenska kvennalandsliðið kom saman til æfinga í Sviss í gær og æfði í fyrsta sinn í dag.
Ísland mætir Sviss á föstudag í fyrsta leik sínum í Þjóðadeild UEFA. Leikurinn fer fram á Stadion Letzigrund í Sviss og hefst hann kl. 18:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá leiknum á RÚV.
Liðin mættust síðast þann 11. apríl 2023, á sama velli, í vináttuleik þar sem Ísland hafði betur, 2-1. Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands í þeim leik.
Á laugardag ferðast liðið svo yfir til Frakklands þar sem það mætir Frakklandi á Stade Marie-Marvingt í Le Mans á þriðjudag. Sá leikur hefst kl. 20:10 að íslenskum tíma og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV.