Sóðaleg slagsmál áttu sér stað í utandeildinni á Englandi um helgina eftir leik Minehead og Stockwood Green.
Stuðningsmenn sem mættir voru á leikinn réðust þá á leikmann Minehead sem svaraði fyrir sig.
Atvikið er nú til rannsóknar en Minehead tapaði leiknum 2-1.
Sigurmark gestanna kom mjög seint í leiknum og var fólki heitt í hamsi þegar gengið var af velli.
Stuðningsmenn réðust til atlögu og upp úr sauð, þetta má sjá hér að neðan.
Players and fans from Non-League Minehead Afc clashing yesterday… 🏴👊🙈 pic.twitter.com/yxorl0eYj1
— Football Fights (@footbalIfights) February 16, 2025