Forráðamenn Liverpool eru farnir að horfa mikið til Dean Huijsen varnarmanns Bournemouth.
Enskir miðlar segja að Liverpool skoði Huijsen til að undirbúa það að Virgil van Dijk fari frítt frá félaginu.
Van Dijk er 33 ára gamall en samningur hans við Liverpool er á enda í sumar.
Huijsen er 19 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir mjög vaska framgöngu sína á þessu tímabili.
Huijsen er frá Spáni og hefur leikið fyrir U21 árs landsliðið þar og gæti nú farið á Anfield.