Nokkuð margir leikmenn Manchester United eru að missa trúna á Ruben Amorim stjóra félagsins. Ástæðan er leikkerfi og frammistaða liðsins.
Daily Mail fjallar um málið í ítarlegri grein. Segir að leikmenn styðji við Amorim en slæm úrslit fái menn til að hugsa.
United er í tómu tjóni og hefur Amorim mistekist að koma United af stað eftir að hann tók við í nóvember.
Gengi liðsins hefur versnað eftir að Amorim tók við og 3-4-3 kerfið sem hann spilar hefur engu skilað.
Leikmenn United eru á því samkvæmt Daily Mail að planið hjá þeim fyrir leiki sé ekki að virka og sigrar liðsins snúist um heppni og einstaklings gæði frekar en að planið sé að virka.
Ljóst er að Amorim þarf að ná að rétta skútuna við á næstu vikum, annars gæti ástandið orðið það slæmt að hann missi hreinlega starfið.