Barcelona vill framlengja samning framherjans Robert Lewandowski samkvæmt fréttum frá Spáni.
Lewandowski er orðinn 36 ára gamall en er hvergi nærri hættur og er kominn með yfir 30 mörk á leiktíðinni í öllum keppnum.
Núgildandi samningur Pólverjans rennur út eftir næstu leiktíð en vilja Börsungar semja við hann til 2027. Sagt er að félagið hafi engar áhyggjur af framtíð hans.
Lewandowski líður vel hjá Barcelona og er ekki búist við að það verði neinn vandi að fá hann til að framlengja.