Erling Haaland framherji Manchester City hefur ákveðið að verðlauna sig með nýjum bíl eftir að hafa skrifað undir nýjan samning við félagið.
Haaland mun í heildina þéna um 865 þúsund pund á viku með bónusum. Útborguð laun eru því vel yfir 400 þúsund pund á viku
Framherjinn knái ákvað að kaupa sér Porsche 911 GT3 sem kostaði 36 milljónir króna eða 200 þúsund pund.
Haaland er því hálfa viku að vinna sér inn fyrir kagganum, hann mætti á honum á æfingu City í gær.
Norski framherjinn er á sínu þriðja tímabili hjá City og hefur reynst félaginu frábærlega.