Gylfi Þór Sigurðsson verður leikmaður Víkings síðar í dag. Vísir.is segir frá og 433.is hefur einnig fengið staðfest.
Samkvæmt því sem 433.is kemst næst mun Gylfi skrifa undir tveggja ára samning við Víking.
Kaupverðið verður í kringum 20 milljónir króna. Valur samþykkti tilboð Breiðabliks og Víkings í gær.
Víkingur hefur lengi verið að eltast við Gylfa og hefur hann tekið ákvörðun um að semja við Víkinga.
Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi hefur lengi haft augastað á Gylfa og nú loksins tekist að klófesta hann.
Gylfi og hans fólk létu Val vita í síðustu viku að hann vildi burt og síðan hafa málin þróast hratt. Gylfi gekk í raðir Vals fyrir tæpu ári síðan en vildi burt og hefur fengið það í gegn.
Gylfi er 36 ára gamall en hann er einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands.